MB2

 
Hér erum við farin að rífa aðeins í lóðin í tímum og láta til okkar taka. Þú getur byrjað strax hér ef þú ert í góðu þjálfunarformi og með litla sem enga stoðkerfisverki. Áherslan hér er meira á vöðvastyrk og vöðvaþol.
 

MB3

 
 
 
MB3 er aðeins fyrir þá sem þekkja sín takmörk. Hér er unnið með tæknilegri og þyngri æfingar, ásamt því að ákefðin er meiri. Hér getur þú bókað að komast í þitt allra besta form!
 

MB4

 
 
 
30mín þoltímar á Assault hjólunum okkar. Unnið er með stutta-, meðal- og lengri spretti með skipulögðum hvíldartíma inn á milli. Hver og einn stjórnar hraða og ákefð. Virkilega árangursrík þolþjálfun þó við segjum sjálf frá. 
 
 

Hópeinkaþjálfun

 
 
 
Vönduð styrktar- og ástandsþjálfun þar sem áherslan er á styrktarþjálfun í allri sinni dýrð. Hingað fer enginn sem hefur ekki áhuga á að lyfta lóðum. 
Við leggjum mikla áherslu á góða tækni í æfingum og kappkostum að fræða og kenna svo þjálfunin skilji eitthvað eftir sig. Stoðkerfisvandamál af ýmsu tagi er ekkert vandamál, aðeins verkefni. Fundin er leið til þess að vinna í kringum vandamálin í samráði við fagaðila.   
 
 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013