Rúna Björg Sigurðardóttir, eigandi/yfirþjálfari

 

Rúna Björg er ÍAK einka- og styrktarþjálfari, Master REHAB þjálfari og yfirþjálfari Metabolic á Akranesi. Rúna er sérhæfð í styrktar- og ástandsþjálfun íþróttamanna á afreksstigi og leggur mikla áherslu á góða líkamsbeitingu og tækni hvort sem þú ert byrjandi eða lengra komin/n.

 

Lóa Guðrún Gísladóttir, þjálfari

 

Lóa Guðrún er fædd og uppalin á Akranesi, með langan íþróttaferil að baki. Lóa útskrifaðist í vor með BSc í íþróttafræðum úr Háskólanum í Reykjavík, auk þess hefur hún þjálfað fimleika á einn eða annan hátt í tæp 10 ár.

 

Lilja Rún Jónsdóttir, þjálfari

 

Lilja Rún er með Bs gráðu í sálfræði og útskrifast sem ÍAK einkaþjálfari í vor. Lilja hefur mikinn áhuga á næringarfræði og er bæði dugleg að lesa sér til og prófa sig áfram. 

 

 

Kristinn Guðbrandsson, þjálfari

 

Kristinn er íþróttafræðingur að mennt og starfar sem knattspyrnuþjálfari. Samhliða þjálfun starfar Kristinn sem kennari í Grundaskóla. Kristinn hefur mikla reynslu á sviði þjálfunar svo þú getur verið viss um að þú sért í öruggum höndum.  

 

Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir (Dúna), þjálfari

 

Dúna er á öðru ári í íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík. 

 

 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013