Æfingakerfið

 

Metabolic er æfingakerfi kennt í formi hópþrektíma og skiptist í tvenn erfiðleikastig MB1, MB2.

Í grunninn byggir æfingakerfið á fjórum meginþemum innan þessara tveggja erfiðleikastiga; Styrktarþjálfun, þolþjálfun, kraftþjálfun og fitubrennslu. Þannig sjáum við til þess að iðkendur æfi öll þau helstu orkukerfi sem þarf að æfa til að komast í gott alhliða form, en flestir kannast við að vera sjálfir að æfa í tækjasal og æfa frekar einhæft. 

Hver grunntími á svo fjölda margar útfærslur af tímum þannig að fjölbreytnin er mjög mikil innan hvers erfiðleikastigs og iðkendur vinna sig svo upp um stig eftir getu og áhuga.

Í kerfinu eru engar tilviljanir, hvorki í æfingavali né uppröðun, allir tímar eru hannaðir út frá því að meðlimir nái hámarks árangri, með sem minnstri meiðslahættu og sem mestu skemmtanagildi. Þannig fer kerfið í fjögurra vikna ákefðarbylgjur, við sjáum til þess að þú keyrir þig alveg út en hvílist líka reglulega því líkaminn þarf á því að halda. 

 

Uppröðun tímans

 

Við byrjum alltaf Metabolic á góðri upphitun. Fyrst liðkum við okkur vel með hreyfiteygjum, færum okkur svo í leiðréttingaræfingar með áherslu á að styrkja og liðka axlir, bak og mjaðmir þar sem gjarnan myndast stífleiki og verkjavandamál. Því næst förum við í dýnamíska upphitun sem sýnt hefur verið fram á að lágmarki meiðslahættu og hámarki afköst.

Að upphitun lokinni tekur við stöðvaþjálfun í allri mögulegri fjölbreytni sem hún býður uppá. Almennt æfum við með 4-6 æfingar í 20 mínútur, ýmist með áherslu á styrk, kraft, úthald eða brennslu, eftir því hvert þema tímans er.

Í lok tímans er það sem við köllum finisher. Þá gefum við okkur nokkrar mínútur í að keyra púlsinn vel upp eða einblínum á djúpvöðvakerfið (core).

Í blálokin teygjum við og spjöllum.

 

 

 

 
  
 
 

Við skiptum Metabolic upp í þrjú erfiðleikastig. 

 

1. stig (MB1)

Okkar hefðbundnu Metabolictímar sem allir eru að tala um. Þú getur byrjað í þessum tímum eftir langa kyrrsetu og verið viss um að hér verði tekið vel á móti þér. Áherslan er á að hjálpa þér að komast í gott alhliða form. Hver og einn ræður sinni ákefð. Ekki halda því að þetta séu of léttir tímar. Þú stýrir því alfarið. Áherslan í matarráðgjöf er á lífsstílsbreytingu. 

 

 

2. stig (MB2)

Hér erum við farin að rífa meira í lóðin í tímum og láta til okkar taka. Þú getur byrjað strax hér ef þú ert með litla sem enga stoðkerfisverki. Áherslan hér er meira á vöðvastækkun og vöðvaþol. Ef þú vilt ganga örlítið lengra í mataræðinu eigum við góð ráð fyrir þig þar.

 

 

3. stig (MB3)

 

MB3 er aðeins fyrir þá sem þekkja sín takmörk. Hér er unnið með tæknilegri og þyngri æfingar, ásamt því að ákefðin er meiri. Hér getur þú bókað að komast í þitt allra besta form!

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013